Leit haldið áfram í dag

Leit að manninum sem fór í Ölfusá í fyrrinótt er að hefjast aftur nú um níuleitið. Aðstæður á bökkum Ölfusár eru mun betri en í gær.

Um eitthundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í gær, bæði á bátum og vatnasleðum á ánni, auk þess sem bakkar voru gengnir allt niður að Ölfusárósum.

Skilyrði til leitar í voru erfið í gær vegna veðurs auk þess sem mikið vatn er í ánni og hún lituð. Veðurspáin fyrir daginn í dag er hins vegar mun betri og eru fyrstu hópar björgunarsveitarfólks að fara úr húsi nú um klukkan níu.

Fyrri greinHaukur og Perla best á Selfossi
Næsta grein„Hlakka til að þjónusta viðskiptavini á Suðurlandi og víðar“