Leit hætt við Ölfusá

Björgunarsveitarfólk við Básinn á Selfossi í gær. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Leitinni að Páli Mar Guðjónssyni á og við Ölfusá var formlega hætt síðdegis í dag en eftirlit verður með ánni næstu daga.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er fyrirhugað að setja fullan þunga í leitina aftur um helgina.

Páls hefur verið saknað síðan á mánudagskvöld þegar bifreið sem hann ók hafnaði í ánni.

Í dag voru bakkar Ölfusár gengnir og leitað með drónum. Töluvert hefur hækkað í ánni frá því í gær og hún er mjög mórauð en ekki var farið á bátum út á ánna í dag. Skilyrði til leitar voru góð að öðru leiti.

Fyrri greinHelga María ráðin bæjarritari
Næsta greinLeitað að viðburðum á Vor í Árborg