Leit að barni hlaut farsælan endi

Björgunarmiðstöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Viðbragðsaðilar voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag til leitar að 11 ára barni sem fór frá heimili sínu á Selfossi fyrr í dag.

Björgunarsveitir í Árnessýslu, sjúkraflutningar, slökkvilið og lögregla voru kölluð út vegna þessa og meðal annars var leitað með bátum á Ölfusá.

Barnið fannst rúmum 30 mínútum frá því útkallið barst, skammt frá heimili sínu og hlaut málið því með farsælan endi.

Fyrri greinLangþráð heimavist opnuð fyrir nemendur FSu
Næsta greinElínborg Katla framlengir við Selfoss