Leikskólinn Örk fær góða gjöf

Kvenfélagið Bergþóra kom færandi hendi í Leikskólann Örk í síðustu viku með þrjá gítara, gítartöskur og önnur hljóðfæri.

Kvenfélagið færði leikskólanum einnig bækur um tónlist sem og nokkrar aðrar bækur og þakkar leikskólinn kærlega þessa höfðinglegu gjöf.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá frá vinstri Gunnhildi Þórunni Jónsdóttur, Jóhönnu Elínu Gunnlaugsdóttur og Bóel Þórisdóttur, fyrir hönd kvenfélagsins, Sólbjörtu Gestsdóttur, leikskólastjóra og Elísabet Hlíðdal, aðstoðarleikskólastjóra.

Fyrri greinLíkfundur við Sandfell í Öræfum
Næsta greinRannsaka andlát fransks ferðamanns