Leikskólinn fékk þrjú þríhjól

Foreldrafélag leikskólans Arkar á Hvolsvelli gaf leikskólanum þrjú þríhjól í dag. Hjólin eru mjög vinsæl hjá börnunum og býður leikskólagarðurinn upp á að hægt er að hjóla skemmtilega hjólahringi.

Á myndinni er Sandra Úlfarsdóttir sem afhenti hjólin fyrir hönd foreldrafélagsins, Árný Jóna Sigurðardóttir leikskólastjóri og þrír fulltrúar leikskólans sem tóku á móti hjólunum.

Fyrri greinStrætóferðir falla niður komi til verkfalla
Næsta greinLeitað að besta götugrillaranum