Leikskólar Árborgar öllum opnir

Í tilefni af Degi leikskólans þann 6. febrúar verða leikskólar Árborgar opnir almenningi til skoðunar í dag, föstudag.

Íbúar eru velkomnir í leikskólana frá kl. 10 – 15 í dag þar sem starfsemi þeirra verður kynnt.

Leikskólarnir eru Álfheimar, Árbær, Hulduheimar og Jötunheimar á Selfossi, Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri.