Leikskólapláss fullnýtt í haust

Bæjarstjórn Árborgar ætlar í haust að taka í notkun ónotað rými leikskóla Árborgar. Hingað til hefur ekki verið svigrúm til þess á fjárhagsáætlun, þrátt fyrir nýbyggða aðstöðu.

Gert er ráð fyrir að haustið 2010 verði öll börn í Árborg, fædd árið 2008, með öruggt leikskólapláss. Auk þess verði börn frá 18 mánaða tekin inn meðan húsrúm leyfir.

Kostnaðurinn er á reiki þar til sveitarfélagið hefur unnið úr öllum umsóknum um leikskólapláss fyrir næsta haust. „Þegar svör frá foreldrum barna fædd 2008 liggja fyrir í byrjun maí vitum við hversu mörg laus pláss verða fyrir börn fædd 2009,“ segir Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar í samtali við Sunnlenska.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Panta áskrift.

Fyrri greinNý öskufallsspá
Næsta greinSelfoss rústaði ÍH í æfingaleik