Leikskólagjöld lækka í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps staðfesti fjárhagsáætlun Skaftárhrepps fyrir næstu fjögur ár á fundi sínum fyrr í mánuðinum. Í vinnunni við áætlunargerðina voru börnin sett í forgang og áhersla lögð á að létta undir með barnafólki.

Útsvarshlutfall verður í hámarki enda er það forsenda fyrir framlögum Jöfnunarsjóðs, en gjaldskrár munu einvörðungu taka verðlagsbreytingum. Gjaldskrá dagvistargjalda leikskóla hefur undanfarið verið hærri en í nágrannasveitarfélögum en nú var tekin ákvörðun um 15% lækkun dagvistargjalda. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verði óbreytt, hafa því börn í Skaftárhreppi áfram gjaldfrjálsan aðgang að íþróttamiðstöðinni.

Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps 2014 gerir ráð fyrir 1.346 þús kr. rekstrartapi aðalsjóðs, sem inniheldur rekstur helstu málaflokka sveitarfélaga s.s. fræðslumál, menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, hreinlætismál, skipulagsmál og fleira.

Fyrri greinSöðlaði um og stofnaði fasteignasölu
Næsta greinFjölmenn jólaguðsþjónusta á Litla-Hrauni