Leikskólagjöld lækkuð um 25%

„Með þessu erum við að efna eitt af kosningarloforðum D-listans í sveitarstjórn og um leið að létta á buddunni hjá foreldrum leikskólabarna í sveitarfélaginu.“

Þetta segir Haraldur Eiríksson, formaður hreppsráðs Rangárþings ytra en ráðið hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld um 25% frá 1. september næstkomandi.

Kostnaður sveitarfélagsins vegna ákvörðunarinnar er fjórar til fimm milljónir.

„Sjálfur vill ég sjá gjaldfrjálsan leikskóla þó ég sjái það ekki gerst alveg á næstunni en það kemur vonandi að þeim tímapunkti“ bætir Haraldur við.

Fyrri greinLokadagur menningarveislunnar
Næsta grein„Gaurinn er ekki mennskur“