Leikskólagjald hækkar – en gjaldskráin ekki

Frá og með áramótum verður ekki lengur um að ræða gjaldfrjálsan fyrsta klukkutímann á leikskólanum Bergheimum í Þorlákshöfn.

Við það hækkar gjald sem foreldrar þurfa að greiða þrátt fyrir að gjaldskrá leikskólans sé óbreytt milli ára.

Grunngjald er 2.833 kr á klukkustund þannig að átta klukkustunda vistun kostar nú 22.664 kr. Tímagjald fyrir vistun milli kl. 16 og 17 er 4.500 kr.

Fæði hækkar um 5% og verður kr. 6.570 fyrir heilsdagsvistun.

Í leikskólanum er systkinaafsláttur 25% með öðru barni og 50% með þriðja barni. Þá er foreldrum sem stunda dagnám veittur afsláttur af leikskólagjaldi og greiða þeir samkvæmt forgangsgjaldi sem er greiðsla fyrir börn einstæðra foreldra og nemur 30% af fullu gjaldi.