Leikskólabörn komu færandi hendi með jólaskraut

Fíladeild Heklukots kom færandi hendi í morgun og færði skrifstofu Rangárþings ytra jólaskraut á jólatréð sem þar er. Þetta er orðin hefð til nokkurra ára.

Börnin afhentu Ágústi sveitarstjóra jólaskrautið og þáðu svo piparkökur.

Fyrir þá sem vilja koma og sjá þetta glæsilega skraut þá er tréð staðsett fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra í Miðjunni.

Fyrri greinMjög blint á Hellisheiði og undir Ingólfsfjalli
Næsta greinFrábærir jólatónleikar á Hellu