Leikskólabörn fengu gjafir

Í gær kom góður gestur í heimsókn í leikskólann Óskaland í Hveragerði þegar Birna Dögg frá Hjáparsveit skáta í Hveragerði kom færandi hendi.

Birna Dögg gaf öllum börnum í leikskólanum endurskinsmerki og bókamerki frá hjálparsveitinni og fræddi börnin einnig um mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki í skammdeginu.