Leikföng endurnýjuð fyrir gjafafé

Konur frá Kvenfélaginu í Hveragerði heimsóttu heilsugæslu HSu í Hveragerði fyrr á þessu ári og færðu heilsugæslunni peningagjöf.

Gjöfin var notuð til að endurnýja leikföng fyrir börn og til kaupa á skiptiborði til að hafa inni á salerni stöðvarinnar. Einnig var keyptur súrefnismettunarmælir og nemar til að mæla súrefnismettun hjá ungabörnum.

Hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar í Hveragerði veitti peningunum viðtöku og færir Heilbrigðisstofnun Suðurlands félaginu innilegar þakkir fyrir rausnarskapinn og þann góða hug sem að baki býr.

Fyrri grein„Viljum byggja upp körfuboltann í samfélaginu okkar“
Næsta greinGlæsileg hátíð á Selfossi um næstu helgi