Leikfélagið og Davíð Þór fengu styrki

Menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss úthlutaði úr Lista- og menningarsjóði sveitarfélagsins á fundi sínum í gær. Sex umsóknir bárust og fengu tvö verkefni styrk.

Meðal umsókna var umsókn um ferðastyrk frá Kyrjukórnum sem ekki fellur undir Lista- og menningarsjóð, en samkvæmt almennum reglum um styrkveitingar í sveitarfélaginu var ákveðið að styrkja kórinn um hálft fargjald kórstjóra.

Úr Lista- og menningarsjóði voru til úthlutunar 260.000 krónur og samþykkti nefndin að styrkja Leikfélag Ölfuss um 100.000 krónur til uppsetningar á leikritinu Rummungur Ræningi og Davíð Þór Guðlaugsson um 75.000 krónur til að verkefnisins „Atvinnulíf í Þorlákshöfn“.

Að úthlutuninni lokinni óskaði nefndin eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu Lista- og menningarsjóðsins.

Fyrri greinSafna aurum með áskorunum og fleiri góðum verkum
Næsta greinMenningarmánuðurinn framundan