Leikfélagið fékk afmælisgjöf

Síðastliðinn föstudag afhenti Lionsklúbbur Hveragerðis Leikfélagi Hveragerðis 70 þúsund króna fjárstyrk í tilefni af 70 ára afmæli leikfélagsins.

Var það gert í lok frumsýningar verksins Naktir í náttúrunni. Sögusviðinu hefur verið breytt og snýr að Hveragerði og atvinnulausum félögum sem voru meðal annars að vinna við garðyrkju og fléttast þarna inn í sýninguna t.d. Eden, heilsuhælið, tívolíið og auðvitað garðyrkjan.

Félagar Lionsklúbbs Hveragerðis nutu sýningarinnar og mæla heilshugar með verkinu.

Daði Ingimundarson, formaður Lionsklúbbsins, afhenti leikfélaginu styrkinn og tók Hjörtur Benediktsson tók við honum af hálfu leikfélagsins.

Fyrri greinÞyrla sótti göngumann í Reykjadal – Myndband
Næsta greinOstaformin hönnuð úr Set vatnsrörum