Leigjandi réðist á leigusala sinn

Seint á miðvikudagskvöld var lögregla kölluð að fjölbýlishúsi á Selfossi vegna ölvunarláta og líkamsárásar. Þar hafði leigjandi í húsinu ráðist á leigusala sinn og veitt honum minni háttar áverka.

Árásarmanninum var komið undir læknishendur vegna langvarandi áfengisneyslu sinnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.