Leigja rekstur Þjórsárdalslaugar

Til stendur að leigja rekstur sundlaugarinnar í Þjórsárdal til Þjórsárlaugar sf.

Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að þetta hafi lengi staðið til. Gunnar segir eigendur Þjórsárlaugar sf, Aron Reynisson og Ragnheiði Sigurðardóttur frá Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi, hafa unnið meðal annars við leiðsögn og hafa góða reynslu af ferðaþjónustu.

Landsvirkjun átti þessa laug en hafði hugsað sér að loka henni. Samningar náðust um að sveitarfélagið tæki yfir reksturinn gegn því að Landsvirkjun boraði fyrir köldu vatni og legði rafmagn fyrir Þjórsárdalslaug.