Leica M9 tapaðist við Kerið

Sunnudaginn 16. ágúst síðastliðinn milli klukkan 17:00 og 18:00 tapaði ferðamaður myndavél sinni á Biskupstungnabraut í námunda við Kerið í Grímsnesi.

Hann lagt myndavélina frá sér á topp bílsins og gleymt henni þar og þegar hann ók af stað datt myndavélin af toppnum.

Þegar maðurinn áttaði sig á því fór hann til baka að leita. Hann fann rafhlöðuna úr vélinni og minniskort en ekki myndavélina sem er Leica M9 með 35 mm 1.4 summilux linsu.

Hafi einhver séð myndavél af þessari gerð við þjóðveginn nærri Kerinu þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2010.

Fyrri greinSelfoss endurheimti 3. sætið
Næsta greinSlasaður drengur sóttur á hálendið