Leiðir að gosstöðvunum vaktaðar

Í dag verður vakt við gönguleiðina upp frá Skógum. Þeim sem eru vanbúnir verður snúið þar frá. Einnig verður vakt við akstursleiðina upp á Mýrdalsjökul við Sólheima.

Færi upp á jökulinn er mjög þungt og ekki fyrir aðra en mikið breytta bíla. Við Sólheima verður þeim snúið frá sem ekki eru nægilega vel búnir til að eiga erindi á jökulinn.

Í morgun hefur verið skafrenningur á Mýrdalsjökli.