Leiðinlegir karlar í sundlauginni

Þegar starfsfólk Sundhallar Selfoss kom til starfa í gærmorgun voru tveir ölvaðir karlar inni á sundlaugarsvæðinu.

Í dagbók lögreglunnar segir að mennirnir hafi verið uppivöðslusamir og leiðinlegir. Þeir neituðu að yfirgefa svæðið þegar starfsmenn laugarinnar fóru fram á það. Því var leitað aðstoðar lögreglu við að vísa mönnunum út af svæðinu.

Þeir mega búast við kæru fyrir húsbrot.