Leiðindaveður í Mýrdalnum

Leiðindaveður hefur verið í Mýrdalnum í nótt og í morgun, mikið rok og skafrenningur. Veðrið er þó heldur að ganga niður núna.

Snjórinn hefur safnast í skafla og er mikil hálka á vegum. Engin óhöpp eða slys hafa þó verið tilkynnt vegna færðarinnar að sögn lögreglu. Ökumenn eru hvattir til að fara varlega en víða er farið að draga í skafla sem valdið geta ökumönnum vandræðum.