Leggur fjármuni í stofnun æskulýðssjóðs

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum nýverið að leggja fram 100 þúsund króna framlag í æskulýðssjóð á næsta ári. Tillaga um stofnun æskulýðssjóðs var gerð af fulltrúum ungmennaráðs Árborga á fundi bæjarstjórnar í lok nóvember.

Að sögn Vigdísar Fríðar Þorvaldsdóttur, sem sæti á í ungmennaráði, má rekja hugmyndina um æskulýðssjóð til Svíþjóðar þar sem ungmennaráð eru mjög virk. Þar í landi hafi ungmennaráð sannað sig og fá árlega styrki til þess að halda úti slíkum sjóðum.

„Hugmyndin með æskulýðssjóðnum er að búa til einfalt kerfi fyrir óformlega ungmennahópa og æskulýðsfélög þar sem þau gætu sótt um svokallaða„örstyrki”. Slíkir styrkir eru lægri en hefðbundnir styrkir og geta ungmenni sótt um slíka styrki ef þeim vantar eitthvað tilfallandi, tildæmisítengslumviðsýningar. Gott dæmi um þetta er ef að ungu fólki vantar eitthvað smálegt fyrir sýningu sem til dæmis á að halda á Sumar á Selfossi,” segir Þórdís.

Aðspurð um þörfina á slíkum æskulýðssjóði í sveitarfélaginu Árborg segir Þórdís að slíkur sjóður myndi gera það að verkum að auðveldara væri fyrir ungmenni og hópa sem standa að æskulýðsstarfi að sækja um minni styrki til Árborgar. Þá segir Þórdís að hugmyndir séu uppi um að reyna að fá einkafyrirtæki til þess að leggja fram famlög í sjóðinn þegar fram í sækir.

Fyrri greinHeilsugæslunni lokað vegna framkvæmda
Næsta greinFlutningur verkefna til Matvælastofnunar