Leggja til að íþróttafræðin fari frá Laugarvatni

Lagt er til í skýrslu sem unn­in var fyr­ir rektor Há­skóla Íslands að allt grunn­nám í íþrótta- og heilsu­fræði verði flutt til Reykja­vík­ur og skipu­lagt í sam­starfi við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri en í dag fer námið fram á Laug­ar­vatni.

mbl.is greinir frá þessu

Þrjár aðrar sviðsmynd­ir eru sett­ar fram verði þessi leið ekki far­in varðandi framtíð náms­ins. Önnur sviðsmynd­in ger­ir ráð fyr­ir að námið verði til Reykja­vík­ur án sam­starfs við HA, sú þriðja að námið verði áfram á Laug­ar­vatni með breyttu sniði og fjórða sviðsmynd­in að námið verði ekki leng­ur í boði á veg­um Há­skóla Íslands.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að við mat á sviðsmynd­un­um hafi meðal ann­ars verið hafðir til hliðsjón­ar mögu­leik­ar á að auka aðsókn nem­enda í íþrótta- og heilsu­fræði, bæta námið og stuðla að hag­kvæm­ari rekstri en nú er, auk þess sem stjórn­mála­leg­ir þætt­ir voru til skoðunar. Ókost­irn­ir við nú­ver­andi staðsetn­ingu náms­ins að Laug­ar­vatni eru sam­kvæmt skýrsl­unni meðal ann­ars mik­il fækk­un nem­enda og brott­fall og að nem­end­ur setji fyr­ir sig staðsetn­ing­una vegna fjar­lægðar náms­ins frá skipu­lagðri íþrótt­a­starf­semi.

Verði ákveðið að bjóða áfram upp á námið á Lauga­vatni er lagt til í skýrsl­unni að ráðist verði í veru­lega breyt­ing­ar á skipu­lagi þess. Lagt er til að nám­inu verði breytt í blandað nám í stað staðnáms. Með því skap­ist mögu­leik­ar á að ná til stærri hóps nem­enda. Þar á meðal íþrótta­fólks sem stund­ar keppnisíþrótt­ir og vill vera í tengsl­um við þjálf­ara sína, fé­laga og íþróttaaðstöðu í grein sinni sam­hliða námi. Þá veiti þetta fyr­ir­komu­lag mögu­leika á að ná bet­ur til nem­enda sem búi á höfuðborg­ar­svæðinu og einnig til þeirra sem bú­sett­ir séu á lands­byggðinni.

Frétt mbl.is

Fyrri greinEllefu HSK met og Óli nífaldur meistari
Næsta greinSelfoss mætir ÍBV í leik um 3. sætið