LED ljós í alla staura í Þorlákshöfn

(F.v.) Bjarnþór Harðarson sölumaður lýsingabúnaðar, Skarphéðinn Smith framkvæmdarstjóri S.Guðjónsson, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss og Guðjón L. Sigurðsson lýsingahönnuður. Ljósmynd/Ölfus

Sveitarfélagið Ölfus hefur samði við S. Guðjónsson ehf. um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins.

Við þetta mun götulýsingin verða betri og rafmagnskostnaður og viðhald lækka töluvert.

Það var Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri Ölfuss, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins í síðustu viku.

Byrjað verður að endurnýja lampana í Bergunum næsta sumar, síðan er fyrirhugað að endurnýja þá sem eftir standa á næstu árum.

Fyrri grein„Jólalag sem enginn hefur verið að bíða eftir“
Næsta greinFerðalöngum á smábíl bjargað af hálendinu