Laxveiðin rólegri en í fyrra

Í þessari viku voru 516 fiskar komnir á land í Ytri-Rangá en 438 í Eystri-Rangá og fer veiðin hægar af stað en í fyrra.

Í Stóru-Laxá eru 80 fiskar komnir á land, 36 í Þverá í Fljótshlíð og 10 í Affallinu í Landeyjum.

Þá er laxinn farinn að láta sjá sig í Hróarslæk en sterkar smálaxagöngur hafa verið í Ytri-Rangá og er lax greinilega að skila sér í Hróarslækinn úr þessum göngum. Veiðin í læknum hefur þó verið róleg í sumar en það sem af er sumri eru tveir laxar komnir á land og sex urriðar.

Fyrri greinEignast lóðir banka gegn því að kosta gatnagerð
Næsta greinVegbætur í Rangárþingi