Laxnessfjaðrir afhentar í Sunnulækjarskóla

Nemendur í 9. bekk Sunnulækjarskóla tóku á dögunum þátt í ritunarátaki í samvinnu við Félag móðurmálskennarara. Átakinu lauk með örsögusamkeppni.

Haldin var uppskeruhátíð þar sem fulltrúar frá Félagi móðurmálskennara komu og afhentu viðurkenningar fyrir bestu sögurnar.

Verðlaunahafarnir fengu afhenta Laxnessfjöður, verðlaunagrip sem hannaður er af listamanninum Erlingi Jónssyni.

Bestu sögurnar skrifuðu Aldís Elva Róbertsdóttir, Stefán Þór Sigtýr Ágústsson og Veigar Atli Magnússon.