Lava fær fullt hús

Ölrýnir danska Extrablaðsins er hrifinn af veigum frá Ölvisholt Brugghúsi og gefur nú ÖB í annað sinn fullt hús fyrir vel heppnaðan bjór.

Danski rýnirinn, Ole Madsen, tók Skjálfta afar vel þegar hann kom á markað í Danmörku og nú er komið að Lava.

Í umsögn Extrablaðsins segir að Lava sé eins og áhrifamikið og vinalegt eldgos með góðu bragði. Hraunið sé svart, sætt, mjúkt og skarpt með glæsilegum keim af eldfjallareyk og súkkulaði.

Eftir að hafa klárað úr flöskunni gaf Madsen Lava sex upptakara, eða fullt hús.

Umfjöllun Extrablaðsins

Fyrri greinIngibjörg nýr formaður
Næsta greinFlatskjá og borvél stolið í Vaðnesi