Laus hestur í Hellisskógi

Rétt fyrir kl. 5 í morgun barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um hest á gangi yfir Ölfusárbrú á Selfossi.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir rauðstjörnóttan hest, á járnum og var hann mjög styggur. Hann hljóp inn Ártúnið og inn í Hellisskóg þar sem hann hvarf sjónum lögreglu og fannst ekki þrátt fyrir leit.

Ef hestamenn sakna hests er svarar til þessarar lýsingar ráðleggur lögreglan þeim að hefja leit sína í Hellisskógi.

Fyrri greinKFR með fullt hús
Næsta greinGrímur varð Norðurlandameistari