Launhált í morgunsárið

Það er þoka víða á Suðurlandi og þegar komið er úr þokunni myndast hálkuaðstæður. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Það er launhált víða á Suðurlandi nú í morgunsárið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á Hellisheiði, í öðru tilvikinu var um bílveltu að ræða en ekki urðu alvarleg slys á fólki.

Vegagerðin varar við hálku á Lyngdalsheiði, Laugarvatnsvegi og Biskupstungnabraut en hálkublettir eru á Bræðratunguvegi og hluta Skeiðavegar.

Fyrri greinHamarsmenn steinlágu á heimavelli
Næsta greinMenningarsalurinn auglýstur til sölu