
Það er launhált víða á Suðurlandi nú í morgunsárið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.
Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á Hellisheiði, í öðru tilvikinu var um bílveltu að ræða en ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Vegagerðin varar við hálku á Lyngdalsheiði, Laugarvatnsvegi og Biskupstungnabraut en hálkublettir eru á Bræðratunguvegi og hluta Skeiðavegar.
