Launahækkunin verður í áföngum

Fallið var frá fyrirhugaðri 20% launahækkun bæjarfulltrúa og nefndarfólks í Ölfusi um síðustu áramót en þess í stað verða launin hækkuð í áföngum, nú um 3,5%.

Launin hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu frá árinu 2008 en nú er lagt til að laun nefndarfólks hækki í áföngum og að uppsöfnuð hækkun til dagsins í dag deilist á árin 2013 og 2014 og tenging við launavísitölu verði komin á að fullu í ársbyrjun 2014.

TENGDAR FRÉTTIR:
Gleðjast yfir launahækkun bæjarfulltrúa