Laun sveitarstjórnarmanna mishá

Laun vegna setu í sveitarstjórn eru tengd þingfararkaupi í níu af þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi. Hlutfallið er frá 8 prósentum til 25 prósenta. Meðaltalslaun sveitarstjórnarmanna í umræddum þrettán sveitarfélögum eru 68 þúsund krónur.

Hæstu launin fær bæjarfulltrúi í Árborg, 163 þúsund krónur, lægstu greiðslurnar eru í Bláskógabyggð, innan við 39 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í könnun sem KPMG gerði fyrir Rangárþing eystra í haust. Þar má jafnfram finna upplýsingar um aðrar greiðslur til sveitarstjórnarmanna í tengslum við setu þeirra í byggða- eða bæjarráði, sem og laun fyrir fundi í nefndum og ráðstefnum á vegum sveitarfélaganna.

Meðallaun oddvita og eða forseta hjá sveitarfélögunum er 266 þúsund krónur á mánuði, en laun þeirra eru ýmist sem hlutfall af launum sveitarstjóra eða af þingfararkaupi.

Sitji fulltrúar í bæjarráði er einnig greitt fyrir það, og eru mánaðarlaunin hæst í bæjarráði Árborgar, 215 þúsund krónur á mánuði, 135 þúsund krónur í Hveragerði, og tæpar 98 þúsund krónur í Rangárþingi ytra og eystra. Formennska í slíkum ráðum gefur á bilinu 96 þúsund krón- ur á mánuði, upp í rúmar 267 þúsund krónur á mánuði.

Fyrri greinÓveður á Suðurstrandarvegi, Hellisheiði og Lyngdalsheiði
Næsta greinRaw möndluorkubitar