Laugdælingur sterkur í tippinu

Íslenskir tipparar gerðu vel á sérstökum EM getraunaseðli sem Íslenskar getraunir buðu uppá í tengslum við EM í knattspyrnu.

Alls voru fimm tipparar með þrettán leiki rétta á EM getraunaseðlinum í síðustu viku og fékk hver þeirra rúma eina milljón króna í sinn hlut.

Einn vinningshafanna styður við bakið á Umf. Laugdæla en hinir komu úr röðum KFS, ÍFR, Neista og Leiknis í Reykjavík.

Fyrri greinHæsta skor ferilsins í hitabylgju í Tyrklandi
Næsta greinSterkur útisigur Ægismanna