Meike Witt og Einar Bjarnason voru gestir síðasta fundar menningar- og æskulýðsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem fjallað var um kvikmynd um sveitarfélagið.
Hugmyndin er að fá Skúla Andrésson og Sigurð Má Davíðsson í Arctic project í samvinnu við íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps til að gera myndband sem varpar ljósi á góða kosti sveitafélagsins.
Tilgangurinn er að auglýsa sveitafélagið sem góðan búsetukost og einnig að þjappa núverandi íbúum saman.
Áætlun kostnaðar fyrir myndina hljóðar upp á 1,3 milljónir króna.