Langar biðraðir eftir ísnum

Við umferðaröngþveiti lá á hringtorginu við Hveragerði eftir hádegi í dag, slíkur var straumurinn á Blómstrandi daga.

Aðalviðburður dagsins er Ísdagur Kjörís þar sem þúsundir gesta hafa smakkað á framleiðslu ísgerðarinnar. Meðal þess sem var í boði er öskuís úr Eyjafjallajökli og lýsisís með þorskalýsi.

Dagskráin heldur áfram í dag og á morgun. Hápunkturinn er í kvöld þegar brekkusöngur er í Lystigarðinum og síðan flugeldasýning í gilinu.