Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald mannanna

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Landsréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurði yfir tveimur karlmönnum sem Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku.

Mennirnir kærðu báðir úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Landsréttur staðfesti úrskurð dómara í héraði um að mennirnir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 5. maí næstkomandi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að áfram sé unnið að rannsókn málsins í góðu samstarfi við önnur lögregluembætti og stofnanir.

Fyrri greinRaddir úr Rangárþingi hljóta Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar
Næsta greinSýndu sitt rétta andlit