Landsmótið hafið

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett á Selfossi í kvöld eftir hópakstur fornbíla í lögreglufylgd um bæinn.

Mótið er haldið árlega á Selfossi og er dagskráin með hefðbundnu sniði. Eftir hádegi á morgun er glæsileg bílasýning við Gesthús en mótinu á sunnudaginn.

Bílaáhugamenn fá mikið fyrir sinn snúð eftir hádegi á sunnudag en þá verður Delludagurinn haldinn í annað sinn í Hrísmýri. Meðal annars verður boðið upp á kassabílarallý, Go-Cart sýningu, drulluspyrnu og spólsýningu.

Fyrri greinGistiheimili opnað í Ljósafossskóla
Næsta greinÁrborg áfram á botninum