Landsmót fornbílamanna sett á Selfossi

Hið árlega Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett á Selfossi í kvöld. Mótssvæðið er að vanda við Gesthús.

Mótið hófst með hópakstri um Selfoss sem lauk á tjaldsvæðinu við Gesthús. Fjölmargar glæsikerrur voru mættar á svæðið og þeim mun fjölga á morgun en eftir hádegi verður stillt upp bílasýningu sem stendur fram eftir degi.

Sérstök dagskrá verður fyrir börn, hoppukastalar og leitarleikur. Fornbílaeigendur verða með skottmarkað og bílakynningar og tónlist liðinna ára mun hljóma úr hátalarakerfi.

Dagskrá hátíðarinnar er á www.fornbill.is.