Landsmarkaskrá komin á vefinn

Landsmarkaskrá er komin á vefinn á slóðinni www.landsmarkaskra.is. Hún inniheldur um 14.700 mörk að frostmörkum meðtöldum.

Auk markanna er ýmiss konar annar fróðleikur í skránni varðandi fjallskil og notkun marka, þar með um liti plötumerkja að ógleymdum öllum bæjarnúmerum í landinu.

Óhætt er að hrósa þessu löngu tímabæra framtaki því nú á tímum snjallsíma og spjaldtölva eru menn nettengdir nánast hvar sem og er og af hverju ekki í réttum þar sem ekki hvað síst er flett upp á mörkum.

Landsmarkaskrá

Fyrri greinZero sló í gegn á Stíl
Næsta greinGylfi Ægisson í Höfninni í kvöld