Landpóstum fækkað á Suðurlandi

Einum af fimm landpóstum Íslandspósts á Selfossi hefur verið sagt upp og hættir hann í dag, þann 1. september.

Eftir því sem næst verður komist hyggst Íslandspóstur nota eigin bíl og starfsmann til að aka póstinum á viðkomandi bæi, m.a. í Ölfusi.

Þetta staðfesti Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinSveitarfélögin eiga hundruðir íbúða
Næsta greinUppskeruhátíð 5. september