Landgræðsluverðlaunin veitt í tuttugasta sinn

Landgræðsluverðlaunin voru veitt í gær við hátíðlega athöfn í Gunnarsholti. Þetta er í tuttugasta skipti sem verðlaunin eru veitt.

Verðlaunahafar eru Gunnar B. Dungal og Þórdís A. Sigurðardóttir, Dallandi, Mosfellsbæ, Gunnar Einarsson og Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Daðastöðum í Núpasveit, Þorvaldur Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir, Brekkukoti í Reykholtsdal og Vinnuskóli Fljótsdalshéraðs.

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu ahenti verðlaunin fyrir hönd umhverfisráðherra.

Landgræðsluverðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum og skólum sem unnið hafa að landgræðslu og landbótum. Með verðlaununum vill Landgræðslan vekja athygli á því mikilvæga starfi sem áhugafólk vinnur um land allt.