Landgræðslan þarf 100 milljónir til að hefta fok

Að minnsta kosti 4000 hektara þarf að græða upp á Suðurlandi til að hefta gjóskufok, þar sem það er allra mest.

Landgræðslu ríkisins vantar að minnsta kosti 100 milljónir króna til þess að ráðast í verkefnið.

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, segir gríðarlega mikilvægt að gera allt sem hægt sé að gera til að hefta gjóskufok undur Fjöllunum. Einnig verði lögð áhersla á að græða upp Markarfljótsaura.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.