Landferðir aka í Hamarshöllina

Hveragerðisbær og Landferðir hafa gert samkomulag um akstur skólabarna í Hamarshöllina frá íþróttahúsinu Skólamörk á opnunartíma Skólasels.

Um er að ræða þrjár til fjórar ferðir á dag frá kl. 12:50 til 15:30 á virkum dögum.

Í frétt á heimasíðu Hveragerðis segir að aksturinn skapi betri nýtingu í íþróttahúsum bæjarins og samfellu skóla og íþróttaæfinga hjá yngri grunnskólabörnum þannig að þau séu búin á íþróttaæfingum fyrir kl. 17 á daginn í flestum tilfellum.

Síðastliðinn vetur voru ferðir með börn úr 1. og 2. bekk en nú í vetur eiga börn í 1. – 4 . bekk kost á að fara með rútunni. Góð samvinna var við íþróttafélagið Hamar um skipulag íþróttaæfinga og aksturs til að allt gengi sem best fyrir sig.