Landeyjahöfn opnar á morgun

Ef allt gengur eftir mun Herjólfur sigla til Landeyjahafnar á morgun eftir 40 daga hlé vegna aurburðar í höfninni.

Dýpkun Landeyjahafnar gengur ágætlega enda eru aðstæður góðar. Komi ekkert óvænt upp, þá verður áætlun morgundagsins eftirfarandi:

Fyrsta ferð verður frá Vestmanneyjum kl. 07:30 til Þorlákshafnar og frá Þorlákshöfn kl. 11:15. Eftir ferð er ætlunin að hefja siglingar í Landeyjahöfn að nýju samkvæmt áætlun fyrir þá höfn og verður fyrsta ferð frá Vestmanneyjum kl. 17:00 og til baka frá Landeyjahöfn kl. 18:30 og síðan önnur um kvöldið eins og áætlun segir til um.

Þeir farþegar sem eiga bíla í Þorlákshöfn fá akstur úr Landeyjahöfn til að komast í bílana.

Fyrri greinHyggjast efla háskólanám á Sólheimum
Næsta greinTvöföld opnun í Listasafninu