Landeyjahöfn lokuð fram yfir helgi

Allt útlit er fyrir að Landeyjahöfn verði lokuð fram yfir helgi. Stefnt var að því að hún yrði opnuð fyrir umferð á föstudag.

Siglingastofnun segir að dýpkun í Landeyjahöfn hafi undanfarið ekki gengið eins og vonast var til og í gærkvöldi hætti dýpkunarskipað Skandia vinnu. Miðað við ölduspá sé ekki tilefni til bjartsýni um að takist að halda áfram að dýpka fyrr en síðla á sunnudag.

Ölduhæð klukkan ellefu í morgun var 2,3 metrar við höfnina. Ekki er hægt að vinna við dýpkun með búnaðinum á Skandia ef ölduhæðin fer yfir tvo metra.
Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð í ellefu vikur. Herjólfur lagðist þar síðast við bryggju 12. janúar.

RÚV greindi frá þessu

Fyrri greinNý kirkja og menningarhús á Hvolsvelli
Næsta greinSunnlendingar spari rafmagn