Landeyjahöfn líklega opnuð fyrir 1. apríl

Ef ölduspár ganga eftir og dæling gengur eðlilega eru góðar líkur á að Landeyjahöfn opnist fyrir 1. apríl.

Á vef Siglingastofnunar kemur fram að samkvæmt ölduspá sé ágætis veður til dýpkunar frá því síðla dags 23. mars til 28. mars.

Að sögn verktaka náði hann að dýpka á þriðja þúsund rúmmetra í nótt en ölduhæðin var við og undir 2 m í nokkrar klukkustundir. Ekki er unnt að dýpka í meiri ölduhæð en 2 m.