Landeyjahöfn áfram lokuð

Dælubúnaður um borð í sanddæluskipinu Perlu, bilaði í gær þegar efnisfarg neðansjávar, hrundi á dælurörið og það festist í botni í Landeyjahöfn..

Eftir töluverðar tilfæringar tókst að ná því upp, en gera þarf við búnaðinn. Sanddæluskipið Sólely kom að Landeyjahöfn í nótt og á að kanna hvort það nýtist við dælingu, til að opna höfnina.

Til stóð að Herjólfur hæfi siglingar til Landeyjahafnar um helgina, en nú virðist útséð um það, og spáð er óhagstærði vindátt til dælingar, eftir helgi.

Vísir greindi frá þessu.