Landeyjahöfn áfram lokuð

Ekki næst að opna Landeyjahöfn um helgina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, sem er rekstraraðili Herjólfs.

Í tilkynningunni kemur fram að magn sandsins sem þarf að fjarlægja sé það mikið að helgin dugi ekki til þess, auk þess sem veður og ölduhæð kemur til með að tefja framkvæmdir.

„Veður- og ölduspá fyrir sunnudaginn og dagana þar á eftir er slæm þannig að opnun tefst um einhverja daga,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fyrri greinTuttugu íþróttamenn tilnefndir
Næsta greinGuðmundur og Olga fengu heiðursmerki