Landaði sautján á þremur tímum

Mokveiði er í Rangánum þessa dagana en í vikunni var Kjell Hitland við veiðar í Ytri-Rangá og landaði sautján löxum á þremur klukkutímum.

Hitland var að vonum ánægður með veiðina en þessi mokveiði átti sér stað við Ægissíðufoss.

Veiði í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár fer örugglega yfir þúsund laxa múrinn í dag en í gærkvöldi voru komnir 990 laxar á land.

Eystri-Rangá kemur þar skammt á eftir með 820 laxa en þar hefur verið mokveiði síðustu daga og nokkrir stórlaxar komið á land.