Lán hreppsins lækkaði um 22,5 milljónir

Arionbanki hefur endurútreiknað erlent lán sem Hrunamannahreppur tók hjá bankanum. Lánið lækkar úr 30,5 milljónum króna í 8 milljónir, eða um 22,5 milljónir auk þess sem bankinn endurgreiðir ofgreidda gjalddaga lánsins.

Ofgreiðslan nemur rúmum 4,4 milljónum króna.

Þetta kom fram á síðasta fundi hreppsnefndar og í kjölfarið samþykkti hreppsnefndin viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2013 þar sem samþykkt var að taka nýtt, tíu milljón króna lán frá Lánasjóði sveitarfélaga.

Lánið verður notað til þess að greiða upp eftirstöðvarnar af láninu frá Arion banka og þær tvær milljónir sem eftir standa verða notaðar til að fjármagna gatnagerð í sveitarfélaginu.

Fyrri greinAllt svart í Landeyjahöfn
Næsta greinKrókur á móti bragði hjá meirihlutanum