Lampakrækir í Hveragerði

Að kvöldi annars dags jóla var tilkynnt um innbrot í gróðurhús við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Innbrotið hefur átt sér stað á tímabilinu frá kl. 21 á jóladag til um kl. 22 á annan í jólum. Sex gróðurhúsalampa er saknað. Engar vísbendingar eru um hver hafi verið þarna að verki.